Héraðssamband Vestfirðinga

Héraðssamband Vestfirðinga varð til við sameiningu Íþróttabandalags Ísafjarðar og Héraðssambands Vestur-Ísfirðinga árið 2000.

Fyrsti formaður sambandsins var Kristinn Jón Jónsson.

Virk aðildarfélög sambandsins eru 16 talsins og eru félagsmenn á fjórða þúsund.

Fyrsti starfsmaður sambandsins var Karl Jónsson en hann hóf störf árið 2002 en árið 2003 gerði HSV þjónustusamning við Ísafjarðarbæ er tryggði fjármagn til reksturs skrifstofu er var til húsa í Mánagötu (snerpuhúsinu) fyrsta árið. Árið 2003 var mikið um að vera hjá ungu sambandi þar sem unglingalandsmót UMFÍ var haldið um verslunarmannahelgina það árið. Skrifstofa sambandsins flutti sig um set á þeim tíma í Hrannargötu 2 þar sem hún var í um 2 ár.  Skrifstofan var því næst flutt í frístundamiðstöðina í "gamla apótekinu".  Framkvæmdarstjórar á eftir Karli Jónssyni voru Gunnar Þórðarson, Torfi Jóhannsson, Kristján Kristjánsson, Pétur G. Markan, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Bjarki Stefánsson.  Núverandi skrifstofa sambandsins er í Þróunarsetri Vestjfarða og er framkvæmdarstjóri Dagný Finnbjörnsdóttir.

Formenn sambandsins hafa verið 6 frá stofnun:

Kristinn Jón Jónsson 2000 - 2003

Guðjón Þorsteinsson 2003 -2004

Ingi Þór Ágústsson 2004 - 2006

Jón Páll Hreinsson 2006 - 2014

Guðný Stefanía Stefánsdóttir 2014 - 2018

Ásgerður Þorleifsdóttir 2018-2022

 

Lára Ósk Pétursdóttir 2022-