Æfingar fyrir svigskíði og snjóbretti fyrir börn í 1.-4. bekk hefjast í vikunni.

Einnig verða sérstakar æfingar fyrir byrjendur.

Allir iðkendur þurfa að vera skráðir í íþróttaskóla HSV og fer skráning fram hér https://hsv.felog.is  

ATH skrá þarf í þá grein eða greinar sem viðkomandi iðkandi ætlar að stunda(sviskíði, snjóbretti, gönguskíði og fleira) og einnig í íþróttaskóla HSV fyrir viðkomandi aldur.  Ef það eru einhverjar spurningar varðandi þetta hafið endilega samband á ithrottaskoli@hsv.is 

 

Æfingar á svigskíðum eru eftirfarandi:

Miðvikudagur kl. 17.00-18.30

Laugardagur kl. 10.30-12.00

 

Sérstakt byrjendanámskeið verður um nk helgi 04.-06. febrúar og fer það fram kl. 10.00-12.00 laugardag og sunnudag.  

Við viljum fá alla byrjendur á þetta námskeið og biðjum við foreldra um láta vita á netfangið sfialpa@gmail.com ef börnin eru byrjendur og einnig ef vanta þarf búnað. En hægt verður að fá lánaðan búnað endurgjaldslaust í tvö skipti hjá skíðaleigunni í Tungudal.

Hér er Facebook síða alpagreina fyrir 1.-4. bekk  

https://www.facebook.com/groups/433060506797920

 

Snjóbrettaæfingar eru eftirfarandi:

Þriðjudagar kl. 17.00-18.30 fyrir þau sem geta farið sjálf í allar lyftur.

Æfingar fyrir byrjendur verða á miðvikudögum kl. 17.00-18.00

Þegar nýr einstaklingur byrjar sem kann ekki að fara í lyftu þá verður foreldri eða annar fullorðinn að fylgja barninu á æfingar þangað til lyftufærnin kemur. Langbest er ef þið farið sjálf með börnin utan æfingartíma til að læra á lyftuna. Það eru engin töfrabrögð í þessu, bara reyna aftur og aftur þangað til það hefst.

Hér er Facebook síðan fyrir snjóbretti 1.-4. bekk  https://www.facebook.com/groups/1008812359258253