Laugardaginn 23. febrúar kl 15 fer fram bikarleikur í blaki í íþróttahúsinu á Torfnesi. Karlalið Vestra tekur á móti HK sem er nú í 2. sæti úrvalsdeildar en Vestri er í efsta sæti 1. deildar. Það má því búast við öflugum og skemmtilegum leik.

Nánar
Albert Jónsson og Dagur Benediktsson
Albert Jónsson og Dagur Benediktsson

Ísfirðingarnir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson hófu keppni á Heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Seefeld í dag. Þeir kepptu í undankeppni fyrir lengri göngurnar og voru gengnir 10 km með hefðbundinni aðferð.

Strákunum okkar gekk mjög vel og komust þeir báðir áfram úr undankeppninni og munu því keppa í lengri göngum mótsins ásamt sprettgöngu sem fer fram á morgun. Til að komast áfram úr undankepninni þurfti ná fyrstu 10 sætunum og urðu úrslit þau að Albert varð í þriðja sæti og Dagur í sjötta. Á morgun keppa strákarnir í sprettgöngu ásamt þeim Kristrúnu Guðnadóttur, Isak Stianson Pedersen og Ragnari Gamalíel Sigurgeirssyni.

Meðfylgjandi mynd tók Heimir Gestur Hansson fréttaritari HSV á HM.

Nánar
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV, Þórður Gunnar Hafþórsson Vestra, Auður Líf Benediktsdóttir Vestra og Hjalti Karlsson formaður Vestra.
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV, Þórður Gunnar Hafþórsson Vestra, Auður Líf Benediktsdóttir Vestra og Hjalti Karlsson formaður Vestra.
1 af 2

Síðasta laugardag var skrifað undir styrktarsamninga Afrekssjóðs HSV við tvo efnilega íþróttamenn úr Vestra. Samningarnir fela í sér að Afrekssjóður greiðir mánaðarlega styrki til íþróttafólksins árið 2019. Í þetta skiptið voru gerðir samningar við Auðir Líf Benediktsdóttur frá blakdeild Vestra og Þórð Gunnar Hafþórsson hjá knattspyrnudeild Vestra. Undir samingana skrifuðu fyrir hönd HSV Ásgerður Þorleifsdóttir formaður og fyrir hönd Vestra Hjalti Karlsson formaður aðalstjórnar Vestra.

Auður Líf er 19 ára og ein efnilegasta blakkona landsins og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum í blaki. Hún spilar með meistarflokki kvenna hjá Vestra í 1. deild. Árið 2018 keppti hún fyrir Íslands hönd á EM U19 sem haldið var í Úkraínu. Hún spilaði með B-landsliðinu í blaki á Ítalíu og aftur með U19 liðinu í Englandi. Markmið Auðar á árinu er að komast í A-landsliðið í blaki.

Þórður Gunnar er mjög efnilegum knattspyrnumaður sem þrátt fyrir að vera einungis 17 ára hefur spilað með meistarflokki Vestra síðustu tvö keppnistímabil. Siðustu tvö ár hefur hann verið valinn efnilegasti leikmaður Vestra og var útnenfdur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2017. Þórður á að baki 8 landsleiki með yngri landsliðum og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með U18 síðasta sumar. Á síðasta ári fór hann til reynslu hjá enska knattspyrnuliðinu Barnsley í vikutíma.

 

Nánar
1 af 2

Meistaraflokkur Vestra í knattspyrnu var á laugardaginn með æfingu á sandinum í Bolungarvík. Mikið aðstöðuleysi háir knattspyrnumönnum á svæðinu. Gervigrasvöllurinn er undir snjó og klaka og síðasta æfing sem þar fór fram var gönguskíðaæfing íþróttaskóla HSV. Því brá þjálfarinn, Bjarni Jóhannsson, á það ráð að vera með æfingu á sandinum í Bolungarvík. Vel var fallið út og snjólaus þéttur sandurinn var góð undirstaða fyrir hlaupaæfingu og léttan boltaleik. Umhverfið skartaði sínu fegursta, snævi þaktar hlíðar, sól í heiði og Jökulfirðir og Grænahlíð í fjarska handan Djúps.

Nánar

HSV mun næstu fjórar vikur bjóða upp á námskeið um hugræna þjálfun fyrir unga íþróttamenn. Námskeiðið er hluti af Afreksformi HSV þessa önnina. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir námskeiðið  en allir þátttakendur þurfa að vera skráðir í Afreksformið þar sem námskeiðsgjald er kr. 8.000.

Til að áætla fjölda þáttakenda þarf að skrá sig í hugræna þjálfun í gegnum skráningarsíðu HSV. Einnig má velja skráning iðkenda inn á heimasíðu HSV. Þeir sem ekki eru skráðir í Afreksformið geta gert það á sama stað.

Þátttakendum er skipt í tvo hópa, eldri og yngri.

Yngri hópurinn, iðkendur fædd 2005 og 2006, verður á fimmtudögum kl. 16.15-17.00.

Eldri hópurinn, iðkendur fædd 2003 og 2004, verða á fimmtudögum kl. 17.15 -18.00.

Ef iðkendur komast ekki í sinn tíma er þeim heimilt að skrá sig á hina tímasetninguna.

Fyrsti tími er fimmtudaginn 21. febrúar og síðan áfram næstu þrjá fimmtudaga; 28. febrúar, 7. mars og 14. mars.

Námskeiðið er haldið í kennslustofu í Menntaskólanum á Ísafirði.

 

Efnistök námskeiðsins eru eftirfarandi:

  • - Hvað er hugræn þjálfun? Hverjir nota hana og af hverju.
  • - Markmið, jákvætt og neikvætt sjálfstal, sjáfstraust.
  • - Slökun og spennustjórnun.
  • - Einnig verða verkefni sem þátttakendur eiga að æfa sig í heima.

 

Kennari á námskeiðinu er Baldur Ingi Jónasson sálfræðingur. Baldur hefur víðtæka reynslu úr íþróttum bæði sem iðkandi og þjálfari.

Nánar