Tveir blakleikir verða á laugardaginn í íþróttahúsinu á Torfnesi. 

Fyrri leikurinn er kl. 13.00 er Vestri meistaraflokkur kk tekur á móti Völsungi. Síðari leikurinn er kl. 15.00 en þá tekur kvennalið Vestra á móti Þrótti Reykjavík b.

Að leikjunum loknum eða kl. 17 verður dansstund þar sem bæjarbúum er boðið að mæta og dansa saman í íþróttahúsinu undir stjórn Evu Friðjþófsdóttur danskennara.

 

Nánar
Hilmir og Hugi ásamt Guðnýju Stefaníu formanni stjórnar Afrekssjóðs HSV. Ljósmynd Anna Ingimarsdóttir
Hilmir og Hugi ásamt Guðnýju Stefaníu formanni stjórnar Afrekssjóðs HSV. Ljósmynd Anna Ingimarsdóttir

 

Fyrir körfuboltaleik Vestra og Fjölnis í gær skrifaði Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður stjórnar afrekssjóðs HSV undir samninga við tvo unga og efnilega iðkendur körfuknattleiksdeildar Vestra. Samningarnir fela í sér að Afreksmannasjóður greiðir mánaðarlegan styrk til íþróttafólksins í eitt ár. Um var að ræða bræðuna Hilmar og Huga Hallgrímssyni.

Hilmir hefur náð langt í íþrótt sinni enda er leitun að einstaklingi sem leggur meira á sig, jafnt við æfingar sem keppni. Metnaði hans og dugnaði eru lítil takmörk sett. Hilmir var svo tilnefndur af félaginu sínu sem efnilegasti leikmaður Kkd Vestra við útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017. 

Hugi er sennilega einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins í sínum aldurshópi. Hann leggur mikinn metnað í íþrótt sína og er samviskusamur, jafnt innan vallar sem utan. Hugi var um áramótin síðustu útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018 eftir tilnefningu frá félaginu sínu.

Bræðurnir sem eru nýorðnir 17 ára urðu bikarmeistari í 9. flokki drengja með félögum sínum í Vestra 2017 og vorið 2018 vann liðið til silfurverðlauna í Íslandsmóti 10. flokks KKÍ. Það vor var liðinu einnig boðið á firnasterkt félagsmót í Södertalje í Svíþjóð, Scania Cup, en þangað er einungis sterkustu liðum á Norðurlöndum boðið.  Í vetur hefur þeir leikið með meistaraflokki Kkd. Vestra, auk þess að vera lykilmenn í liði drengjaflokks Kkd. Vestra.

 

Á næstunni verður skrifað undir samninga við unga fimm aðra unga afreksmenn.

Nánar

Úthlutað hefur verið styrkjum úr Afrekssjóði HSV. Alls bárust 18 umsóknir frá þremur félögum. Stjórn Afrekssjóðsins ákvað að gera styrktarsamninga til eins árs við sjö einstaklinga um mánaðarlega styrki. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett er aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúnig þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Einnig voru veittir styrkir til 11 iðkenda samvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.

Valið var erfitt því árangur ungra íþróttamanna hér á svæðinu er góður og margir kallaðir til í landsliðshópa og úrtaksæfingar sinna sérsambanda. Það sýnir gott og skipulagt starf aðildarfélaga HSV og verður gaman að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki þroskast og dafna á næstunni.

Þeir íþróttamenn sem gerðir verða árssamningar við eru:

Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Anna María Daníelsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga

Dagur Benediktsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Auður Líf Benediktsdóttir Vestra

Hlmir Hallgrímsson Vestra

Hugi Hallgrímsson Vestra

Þórður Gunnar Hafþórsson Vestra

 

 

Þeir sem hljóta styrk eru:

Frá Skíðafélagi Ísfirðinga

Jakob Daníelsson. Er í skíðamenntaskóla og æfir gönguskíði í Meraker í Noregi.  Er um þessar mundir að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo í  Bosníu og Hersegóvinu.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir. Er í skíðamenntaskóla og æfir gönguskíði í Meraker í Noregi. Fór í desember á vegum FIS til Ítalíu á æfingabúðir smáþjóða. Er um þessar mundir að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo í  Bosníu og Hersegóvinu.

Linda Rós Hannesdóttir. Hefur unnið Íslandsmeistaratitla á gönguskíðum unglinga undanfarin ár og er margfaldur Andréasrmeistari. Er nú á leið í inntökupróf og æfingarbúðri hjá NTG í Noregi og stefnir á nám þar næsta haust.

Sigurður Arnar Hannesson. Sigurður var valinn til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungmenna á gönguskíðum í Lahti 19-27 janúar 2019.

 

Frá Skotíþróttafélagi Ísfafjarðarbæjar

Lilja Dís Kristjánsdóttir. Lilja æfir bogfimi og hefur náð góðum árangri síðasta ár. Hún setti Íslandsmet á síðasta sumar og stefnir á að bæta það í ár. Framundan er Íslandsmeistaramót innadyra í febrúar, Íslandsmeistaramót utandyra síðar í sumar og  Norðurlandameistramót ungmenna í Danmörku í júlí

 

Frá Vestra

Friðrik Heiðar Vignisson körfuknattleiksdeild: Hann spilaði með U15 ára landsliðið KKÍ í Danmörku sumarið 2018. Friðrik heiðar var nýlega valinn í landsliðshóp U16 sem keppir á Norðurlandamóti í Finnlandi og Evrópumóti í Svartfjallalandi í sumar.

Hafsteinn Már Sigurðsson blakdeild: Hefur verið valinn í yngri landslið í blaki síðustu tvö ár og keppt fyrir Íslands hönd í Danmörku, Búgaríu og Englandi.

Helena Haraldsdóttir körfuknattleiksdeild:  Helena spilaði með U15 landsliðinu í Danmörku  í júní á síðasta ári. Helena var nýlega valin í landsliðshóp U16 sem fer á NM og EM í sumar.

Kári Eydal blakdeild: Kári spilaði með U17 landsliðinu í Danmörku síðasta haust, 14 ára gamall. Hann spilar með bæði yngri flokkurm og meistaraflokki Vestra.

Sóldís Björt Blöndal blakdeild: Sóldís Björt er búin að vera í úrtakshóp blaklandsliða frá því hún var 12 ára gömul. Hún hefur farið með u16 og u17 ára í nokkur verkefni erlendis. Sem og æfingbúðir erlendis. Spilaði fyrir Íslands hönd með U16 landsliðinu í blaki í Færeyjum í janúar.

Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir blakdeild: Spilaði fyrir Íslands hönd með U16 landsliðinu í blaki í Færeyjum í janúar.

Nánar

Annað árið í röð verður boðið upp á brettaæfingar í íþróttaskóla HSV. Einnig verður Skíðafélagið með brettaæfingar fyrir eldri börn. Þjálfarar verða þau Otti Freyr og Sólveig en þau eru reynslumiklir brettaþjálfarar frá Akureyri, búsett á Flateyri. Þeim til aðstoðar verða svo Elvar og Bergsteinn.

Fyrirkomulagið verður eins og í fyrra. Iðkendum verður skipt í 2 hópa, byrjendur og lengra komna. Hugmyndin er að til að vera með í lengra komnum geti einstaklingur komið sér upp Sandfellslyftuna og rennt sér niður stóráfallalaust.

Æfingatímar eru eftirfarandi:

Byrjendur : þriðjudaga kl 17:00-18:30 og laugardaga 10:00 - 11:30.
Lengra komnir: Miðvikudaga 17:00 - 18:30 og laugardaga 12:00-13:30

Fyrstu æfingar verða næstkomandi laugardag, 9. febrúar.

Börn í 1-4 bekk skrá skig í gegnum HSV.

Til að skrá börn í 5.bekk og eldriskal senda póst á helgik89@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum.

Nafn og kt barns
Nafn, kt, netfang og síma foreldri/forráðamanns.

Æfingagjaldið er 15.000 kr fyrir veturinn fyrir börn í 5.bekk og uppúr.

Til er sérstakur hópur fyrir brettakennsluna : https://www.facebook.com/groups/1008812359258253/

Nánar

Heilsueflandi samfélag í Ísafjarðarbæ hvetur íbúa til að hreyfa sig reglulega og taka þátt í Lífshlaupinu núna í febrúar. Einn liður í því átaki er að vera með tíma í Ringo í íþróttahúsinu á Austurvegi á fimmtudögum kl. 18-20. Fyrsti tíminn er í dag 7. febrúar.

Þeir sem vilja kynna sér ringo eru velkomnir, einfalt að læra og skemmtilegt að spila. Í byrjun þessarar fréttar má sjá frekari upplýsingar um ringó.

Nánar