Stjórn HSV hefur metið umsóknir um styrk frá Skaganum3X til að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda.  Styrkur Skagans 3X fyrir árið 2019 er kr. 1.500.000 en fyrirtækið gaf jafnháaðn styrk til aðildarfélaga HSV á síðasta ári. Alls bárust sjö umsóknir frá sex aðildarfélögum HSV. Öll félög sem sóttu um fengu styrk, styrkupphæðir voru frá 100.000 til 250.000.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau félög og verkefni sem hlutu styrk eru:

Golfklúbbur Ísafjarðar - Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Grettir Flateyri - Styrki til að niðurgreiða að hluta gönguskíðabúnað fyrir 5-10 bekk.

Hörður handknattleiksdeild - Átak til að efla þátttöku barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í íþróttastarfi og til að fjölga kvenkyns iðkendum í handbolta.

Skíðafélag Ísfirðinga - styrkur til að halda þjálfaranámskeið í alpagreinum á Ísafirði.

Skotíþróttafélag Ísfafjarðarbæjar - Átak til að auka og bæta þjálfun í bogfimi.

Vestri blakdeild - Styrkur vegna átaks í þjálfun yngstu iðkenda hjá deildinni.

Vestri körfuknattleiksdeild - Fræðslufyrirlestrar fyrir 11-16 ára iðkendur Vestra og annara aðildarfélaga HSV í tengslum við körfuboltabúðir Vestra 2019.

 

Nánar
Dagur Benediktsson
Dagur Benediktsson
1 af 2

Albert Jónsson og Dagur Benediktsson göngumenn í Skíðafélagi Ísfirðinga hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu á gönguskíðum 2019. Mótið fer fram í Seefeld í Austurríki, dagana 19. febrúar - 3. mars 2019. Albert og Dagur keppa báðir í sprettgöngu og undankeppni í lengri vegalengdum. Til að komast áfram úr undankeppninni þarf keppandi að vera í einu af 10 efstu sætununum ásamt því að skora undir 180 FIS stig (konur) og 140 FIS stig (karlar).

Frekari upplýsingar á sjá á heimasíðu mótsins og á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Nánar
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik

Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta hafa valið sína loka 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18. Í vor verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir verkefni sumarsins 2019.

Framundan hjá þessum landsliðum eru norðurlandamót í júní og júlí í Finnlandi og síðar í sumar Evrópubikarkeppni FIBA sem fer fram í Búlgaríu, Rúmeníu og Svartfjallalandi. 

Nánar

Lið Harðar í 6. flokki varð deildarmeistari í 3. deild á síðustu helgi. Strákarnir spiluðu fjóra leiki og unnu þá alla. Þeir skoruðu 42 mörk og fengu 15 mörk á sig á sig. Það voru því átta glaðir drengir sem komu heim eftir vel heppnað mót. Þjálfari strákanna er Óskar Jón Guðmundsson

Strákarnir höfðu unnið sig upp úr 4. deild í nóvember og voru því að þreyta frumraun sína í 3. deild sem gerir árangurinn enn glæsilegri. Þeirra bíður svo erfitt verkefni um miðjan mars en þá keppa þeir í 2. deild 6. flokks liða.

Allir eru velkomnir á handboltaæfingar, æfingagjöld eru engin og æfingatöfluna má nálgast hér.

Nánar

Í íþróttahúsinu á Torfnesi fara fram tveir körfuboltaleikir næstu daga. Í kvöld föstudag tekur meistaraflokkur karla hjá Vestra á móti liði Snæfells kl. 19.15. Á sunnudag er það stúlknaflokkur Vestra sem spilar við Val/Stjörnuna kl. 15.30. Kjörið tækifæri að kíkja við og hvetja Vestra til sigurs.

Nánar