Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Umsóknarfrestur er til 18. september 2009

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

HSV mun greiða mótsgjöldin fyrir alla þátttakendur. Þátttökugjaldiðí ár er kr. 6.000 en HSV mun niðurgreiða kr. 3.000 pr. þátttakanda. Þetta þýðir að hver og einn þarf að greiða sinn hlut til HSV. Eru landsmótsfarar vinsamlegast beðnir um að millifæra kr. 3.000 inn á reikning
556-14-602395
490500-3160

Enn er opið fyrir skráningar, en í dag 27.júlí er þó síðasti dagur! Allir hvattir til að drífa sig á landsmót, frábær fjölskylduskemmtun.

Nánar
Framkvæmdarstjóri HSV verður í frí frá mánudeginum 20.júlí og til 5.ágúst.  Ef um áríðandi atriði eru að ræða þá er hægt að hafa samband við formann HSV Jón Pál Hreinsson í síma 8994311 og í tölvupósti jonpall@westfjords.is
Ef fyrirspurnig tengjast Unglingalandsmóti UMFÍ þá sér Guðni Guðnason alfarið um það og er hægt að ná í hann í síma 6605094 og í tölvupóst gudnig@vis.is . Nánar
HSV mun fara á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldin er um verslunarmannahelgina.  Landsmótið er haldið á Sauðárkróki og verður 12. Unglingalandsmót UMFÍ.  Unglingalandsmót er góð blanda af fjölbreyttri íþróttakeppni og annarri heilbrigðri afþreyingu fyrir ung fólk.  Lögð er áhersla á fjöldskylduvænt umhverfi þar sem þátttakendur okkar á aldrinum 11-18 ára eru í fyrirrúmi. Unglingalandsmót er vímulaus hátíð.

Nú taka allir stefnuna á Sauðárkrók um verslunarmannahelgina.  Unglingalandsmótin eru góð blanda af fjölbreyttri íþróttakeppni og annarri heilbrigðri afþreyingu fyrir ungt fólk. Lögð er áhersla á fjölskylduvænt umhverfi þar sem þátttakendur okkar á aldrinum 11-18 ára eru í fyrirrúmi.

Unglingalandsmótin hafa sýnt svo ekki verður um villst að það er lítill vandi að skemmta sér án vímuefna.  Sauðárkrókur er svo sannarlega staður sem vert er að heimsækja. Um verslunarmannahelgina mun hann iða af lífi ungmenna og fjölskyldna þeirra.

HSV mun sjá um að skrá keppendur til leiks og mun HSV greiða helming af keppnisgjöldum fyrir keppendur, keppnisgjaldið er 6000 kr, sem þýðir að HSV greiðir 3000 kr fyrir hvern keppanda og keppandinn 3000 kr. Keppandur þurfa að skrá sig og vera búinn að greiða HSV sitt gjald fyrir 25.júlí.   Skipuleggjandi og yfirfararstjóri HSV verður Guðni Guðnason og tekur hann við skráningum í tölvupóstfang guðnig@vis.is  og í síma 6605094, best er að senda honum tölvupóst. Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru nafn og kennitala keppanda, keppnisgrein/ar keppanda, nafn, sími og tölvupóstfang foreldra/forráðarmanns.  Allar upplýsingar um keppnina er á heimasíðu Unglingalandsmótsins www.umfi.is/unglingalandsmot .

Eftirfarandi eru keppnisgreinar mótsins.

Frjálsíþróttir

Knattspyrna

Körfubolti

Sund

Skák

Glíma

Golf

Hestaíþróttir

Motocross. 

Nánar
 

 Knattspyrnuskóli Íslands verður haldinn á ÞINGEYRI

8. - 12. júlí, 2009

 

 Hvar:  Á Þingeyri við Dýrafjörð.

Hvenær:  8. - 12. júlí 2009.

Fyrir hverja: Alla knattspyrnuiðkendur, stráka og stelpur, sem eru 11 - 17 ára, þ.e. fædd 1992-1998, sem eru: 3., 4. og 5. flokkur og yngsta ár í 2. flokki.

Tilgangur:  Bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum upp á úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu. Í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars.

Skólasetning: Miðvikuudaginn 8. júlí kl. 14:00 í Grunnskólanum á Þingeyri. Skráning/mæting kl. 12:00 - 13:30 þann sama dag.

Skólaslit: Sunnudaginn 12. júlí kl. 14:00

Kennarar: Reyndir þjálfarar & íþróttakennarar

Sérstakir gestir: Nánar auglýst síðar.

Skólastjóri: Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari.

Skráning og uppl.:   Bjarni Stefán, s. 695-4504 og bjarnist@mr.is, Sigmundur, s. 863-4235 og sigmfth@simnet.is

Verð: 16.900.- krónur. Systkinaafsláttur 4.000.- krónur.

Innifalið: Sjö æfingar og knattspyrnumót • fullt fæði og húsnæði (svefnpokagisting í Grunnskólanum) • peysa, bakpoki, þátttökupeningur, fótbolti, frítt í sund, hæfileikakeppni o.fl. • fræðsla fagmanna um knattspyrnuleg málefni • örugg gæsla allan sólarhringinn.

Nánar