KFÍ-ÍR keppa í 16 liða úrslitum Subway-bikarsins á Sunnudagskvöld.  Leikurinn hefst kl 19:15 og hvetjum við alla til að mæta og hvetja leikmenn KFÍ á móti úrvalsdeildarliði ÍR.  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu KFÍ www.kfi.is Nánar

Hurðaskellur, jólamót blakfélagsins Skells var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember.  Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.


Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna á heimasíðu Skells www.hsv.is/skellur

Nánar
Matthías Vilhjálmsson leikmaður Íslandsmeistara FH lagði upp flest mörk í Pepsi deildinni í sumar.  Þetta var tilkynnt á kynningarhófi bókarinn íslensk knattspyrna 2009 í höfuðstöðvum KSÍ í gær.  Matthías lagði upp 11 mörk fyrir félaga sína og skoraði auk þess 10 mörk sjálfur.  Eins og flestum er kunnugt þá er Matthías Ísfirðingur og uppalinn hjá Boltafélagi Ísafjarðar.  HSV óskar Matta til hamingju með árangurinn í sumar. Nánar
Inniþríþraut á vegum íþróttahópsins Þrír-Vest og líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan verður haldin á Ísafirði á laugardag. Upprunalega átti þríþrautin að fara fram laugardaginn 7. nóvember en var frestað. Allir krakkar 13-18 ára hafa þátttökurétt (fæddir 1991-1996). Syntir verða 400 metrar í Sundhöll Ísafjarðar og verður gert smá hlé eftir sundið. Síðan verður haldið í Stúdíó Dan þar sem að hjólaðir verða 10 km á þrekhjólum og strax að því loknu verður farið beint á hlaupabrettið þar sem hlaupnir verða 2,5 km.
Nánar
11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina.  Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti.  Frábær árangur hjá strákunum.  Mikið er um að vera hjá KFÍ þessa dagana og hafa margir flokkar hjá þeim verið að keppa undanfarnar vikur.  KFÍ menn eru með flotta heimasíður og eru til fyrirmyndar í fréttaflutningi á síðunni. Þeir sem vilja fræðast um starfið hjá þeim og skoða úrslit hjá flokkunum og frekari fréttir af starfinu endilega kíkið á heimasíðu þeirra www.kfi.is
Nánar