Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

 

Umsóknarfrestur er til 13. nóvember 2011
 

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ .  Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

 

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

 

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

 

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

 

Umsóknarfrestur er til  13. nóvember 2011

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Opið er fyrir umsóknir á rafrænu umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga.
Hægt er að sækja um styrk vegna keppnisferða sem farnar hafa verið innanlands, á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2011. Listi yfir styrkhæf mót birtist í fellilista eftir að umsókn hefur verið stofnuð og íþróttagrein valin.  Tekið skal fram að einungis er hægt að sækja um ferðir sem þegar hafa verið farnar.
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2012.
Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til þess að hefja strax vinnu við að skrá inn á svæðið þær ferðir sem þegar hafa verið farnar á árinu, til að létta álag á kerfinu og flýta fyrir úrvinnslu.
Gert er ráð fyrir því að úthlutun styrkja fari fram í byrjun febrúar 2012.
Haldið er utan um hvert ár sérstaklega í umsóknarkerfinu og því þurfa öll félög/deildir að stofna nýja umsókn árlega. Ekki er hægt að nota vefslóðina frá því í fyrra.
Til úthlutunar fyrir keppnisferðir ársins 2011 er 51,1 m.króna.
Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið með því að smella á kassann hér til hægri á síðunni, sem merktur er sjóðnum, eða með því að smella hér.
Tengiliður Ferðasjóðs íþróttafélaga á skrifstofu ÍSÍ er Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri, sími 514 4000, netfang halla@isi.is .
Nánar

Það var mikið fjör hjá okkur í grunnþjálfun í síðustu viku. Þema vikunar voru frjálsar íþróttir og fengu krakkarnir að prófa ýmsar greinar þeirra. Við höldum svo áfram þessa viku og bætum við fleiri greinum frjálsíþróttanna.

Nánar

Nú fer að líða að skiptum á boltagrein í boltaskólanum. Frá og með fimmtudeginum 27. október tekur handboltinn við af körfuboltanum. Ingvar Ákason mun sjá um þjálfun 3.- 4. bekkjar en Kristján Flosason um þjálfun 1.-2. bekkjar.

Körfuboltatímabilið hefur gengið mjög vel og greinilegar framfarir hjá krökkunum.

Nánar