Fulltrúar frá félögunum fjórum handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sigurður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra.
Fulltrúar frá félögunum fjórum handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sigurður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra.
1 af 2

Íþróttafélagi Vestri var stofnað síðastliðinn laugardag á Ísafirði. Þar með hafa félögin BÍ88, KFÍ, Skellur og Sundfélagið Vestri sameinast í eitt félag með deildarskiptu starfi.

Stjórn hins nýja félags skipa: Hjalti Karlsson formaður, Gísli Jón Hjaltason, Sigurður Hreinsson, Sólrún Geirsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Pétur Markan, Guðni Guðnason. Í varastjórn eru Anna Lind Ragnarsdóttir og Jón Páll Hreinsson. Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar verður að fá merki fyrir félagið og ákveða lit og búningamál. Ný heimasíða félagsins er einnig eitt af forgangsverkum stjórnar. Enn um sinn verður aðgangur að heimsíðum gömlu félaganna óbreyttur hér á heimasíðu HSV.

Stofnfélagar Vestra eru allir félagar og iðkendur í félögunum sem ákváðu að sameinast auk allra þeirra sem kjósa að ganga í Vestra fram að fyrsta aðalfundi félagsins. Senda má óskir um að gerast stofnfélagi til HSV á netfangið hsv@hsv.is 

HSV býður nýtt félag velkomið í hóp aðildarfélaga sinna og hlakkar til samstarfs við nýja stjórn og deildir félagsins.