Laugardaginn 20. september hefjast frjálsíþróttaæfingar í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Æfingarnar eru fyrir alla krakka í 5. bekk og uppúr og eru íþróttakrakkar sem vilja bæta, hraða, stökkkraft, liðleika og snerpu sérstaklega hvött til að mæta.

Æfingar verða á laugardögum kl. 9:30-11:00 og fimmtudögum kl. 16:20-17:00.

Þjálfari verður Jón Oddsson

Nánar

HSV var með 31 keppenda á ULM 2008 er haldið var í Þorlákshöfn. Árangur þeirra var góður en þeir uppskáru 16 gull, 7 silfur og brons.

Nánar
Halldór Halldórsson og Jón Páll Hreinsson undirrita samninginn
Halldór Halldórsson og Jón Páll Hreinsson undirrita samninginn

Ísafjarðarbær og Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hafa gert með sér verkefnasamning sem hefur það að markmiði að renna enn frekari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu.

Nánar

HSV og Ísafjarðarbær efna í sumar til sparkvallarkeppni milli hverfa.  Fyrirkomulagið verður þannig að krakkar skrá liðið sitt á ákveðinn völl í hverfinu sínu.

Keppt verður innan hverfis um sæti í úrslitum og mun eitt lið í hvorum aldursflokki komast áfram á Sparkvallarleikana sem verða helgina 13.-14. september.

Flokkaskiptingin verður krakkar fæddir 1994-1996  verða  saman og krakkar fæddir 1997 og síðar verða saman. Fimm leikmenn verða inná í hverju liði en auðvitað geta liðin verið stærri.

Hverfaskiptingin verður eftirfarandi: Hnífsdalur, eyrin neðan Túngötu, efri bærinn, fjörðurinn, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Skráning liða á að berast á netfangið bolti@isafjordur.is og þarf að koma fram hver er í forsvari. Þátttökulið verða birt á heimasíðu HSV 15. júlí. 

Nánar