Daniel Osafo-Badu hefur verið ráðinn til starfa sem yfirþjálfari HSV.

Daniel hefur mikla reynslu af þjálfun, hann hefur lokið við UFEA A gráðu og hefur hann m.a. starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vestra í fótbolta, verið leikmaður liðsins auk þess að þjálfa yngri flokka. Einnig hefur Daniel starfað sem stuðningsfulltrúi í grunn- og menntaskóla.  Daniel stundaði nám við Kingston University árið 2010 í Sports Science.

Daniel er heimamaður og hefur skýra sýn á starfsemi íþróttaskólans og teljum við að hann sé vel til þess fallinn að taka við keflinu af Heiðari. Framtíðin er björt hjá HSV og hefur íþróttaskólinn fest sig í sessi á fyrstu árum Grunnskólans þar sem markmiðið með skólanum er að veita öllum börnum jöfn tækifæri þegar kemur að íþróttum og hreyfingu. Í íþróttaskólanum hafa allir nemendur tækifæri til að kynnast því íþróttastarfi sem er í boði í sveitarfélaginu okkar.

Daniel mun hefja störf um miðjan maí nk. og starfa við hlið Heiðars Birnis út maí mánuð, og tekur svo við keflinu frá 1. júní.

HSV hlakkar samstarfsins við Daniel um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaskólans sem og við önnur góð verk HSV og Ísafjarðarbæjar í íþróttamálum.

Nánar

Barna og unglingaráð knattspyrnudeild Vestra þakkar þeim Anítu og Kristjáni fyrir óeigingjarnt starf.

Aníta Ólafsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson gengur úr stjórn barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar á aðalfundi deildarinnar í síðustu viku eftir um 15 ára starf. 

Aníta og Kristján hafa unnið ötullt starf í mörg ár fyrir félagið og hafa verið félaginu algjörlega ómisandi síðustu ár. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa notið krafta þeirra og það svona lengi. Það er ekki sjálfgefið að fá svona öfluga sjálfboðaliða og hvað þá að þeir sitji svona lengi í stjórn. 

Er þeim Anítu og Kristjáni þakkað innilega fyrir þeirra störf fyrir knattspyrnuhreyfinguna síðustu ár.

Formaður stjórnar lætur einnig sem af störfum sem formaður, en Jón Hálfdán Pétursson tók við sæti formanns af Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg. Kristján Þór er langt í frá hættur að starfa fyrir knattspyrnuna á svæðinu, en hann hefur tekið sæti formanns meistaraflokksráðs kvenna sem er í pípunum hér á svæðinu. 

Stjórnir knattspyrnudeilda eru full skipaðar góðum sjálfboðaliðum, en fyrir það ber að þakka. Félögin ganga ekki án sjálfboðaliða. 

 

Sjálfboðaliða starfið er sannarlega óeigingjarnt starf.

Nánar

 

Jóhanni Torfasyni er fótbolti í blóð borinn og hann hefur verið virkur þátttakandi í íþróttinni allt sitt líf, allt frá því að vera leikmaður og til þess að vera stjórnarmaður í sínu félagi og nefndar- og stjórnarmaður hjá KSÍ.

Jói Torfa hefur um langt árabil starfað að framgangi íslenskrar knattspyrnu, hefur átt stóran þátt í uppbyggingu knattspyrnustarfs á Ísafirði, verið ötull baráttumaður fyrir knattspyrnuna á landsbyggðinni, og lagt mikið af mörkum á vettvangi KSÍ, sér í lagi þegar kemur að verkefnum yngri landsliða. Jóhann Torfason hefur gert knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Þess má geta að Jóhann var einnig sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ sama dag fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Vestfjörðum, knattspyrnuhreyfingarinnar og ÍSÍ.

 

HSV óskar honum til hamingju með viðurkenningarnar.

Nánar

Fimmtudaginn 23.febrúar mun KSÍ bjóða upp á fyrirlestur sem ber heitið Einelti, samskipti og forvarnir. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en Vanda hefur viðtæka þekkingu og reynslu af viðfangsefninu. 

Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður á efri hæðinni í Vallarhúsinu á Torfnesi. Frítt er á fyrirlesturinn. Tímasetning viðburðar er 17:00 - 19:00

Viðfangsefnið er: 

Einelti og samskiptavandi

Jákvæðir og neikvæðir leiðtogar

Liðsandi 

Foreldrasamskipti

 

Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góða innsýn í:

Hvernig á að koma auga á, fyrirbyggja og taka á einelti og samskiptavanda í knattspyrnuliðum.  Hvernig hægt er að efla iðkendur sem jákvæða leiðtoga  Hvernig efla má liðsanda Hvernig stuðla má að jákvæðum foreldrasamskiptum.

 

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 4 endurmenntunarstig fyrir að sitja fyrirlesturinn. KSÍ hvetur einnig fólk í stjórnum knattspyrnudeilda og barna- og unglingaráða til mæta á fyrirlesturinn. 

Óskað er eftir því að áhugsamir skrái sig á viðburðinn

Skráning hér.

Nánar

Tveir keppendur kepptu fyrir hönd Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Skotís) innan HSV á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina með góðum árangri. Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen kepptu báðar í berbogaflokki U18 á mótinu og unnu titilinn í liðakeppni berboga U18 ásamt því að slá Íslandsmet í liðakeppni U18 berboga kvenna.

Frá þessu er greint á vefsíðu Bogfimisambandsins.

Maria Kozak vann tvo einstaklings Íslandsmeistaratitila, U18 kvenna og U18 unisex og vert að geta að í báðum tilfellum vann hún í gull úrslita leiknum gegn liðsfélagasínum Kristjönu. Þetta er í fyrsta sinn sem einnig er keppt á Íslandsmótum ungmenna um Íslandsmeistaratitil óháðan kyni, en þeirri viðbót var m.a. bætt við í reglurnar til þess að stuðla að aðgengi og þátttöku þeirra sem eru skráðir með þriðju kynskráningu í þjóðskrá. Einn slíkur keppandi var á mótinu sem setti Íslandsmetið í trissuboga U18 kynsegin/annað.

Skotís hefur ekki unnið einstaklings Íslandsmeistaratitil ungmenna í meira en 6 ár og því sterk frammistaða hjá félaginu með efnilega keppendur að koma inn með 3 titla, 2 silfur og 1 Íslandsmet á þessu móti.

  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna Maria Kozak
  • Íslandsmeistari U18 berboga Maria Kozak (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna liðakeppni Skotís  (Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen).
  • Íslandsmet undankeppni liða U18 berboga kvenna 811 stig

Báðar stelpurnar hafa lýst yfir áhuga á því að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi í júlí næstkomandi og það verður spennandi að sjá árangur þeirra þar ef þær ákveða að leggja í för þanngað.

Nánar