Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV;Reglurgerð þjálfarasjóðs HSV

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 865-7161

Nánar

Stjórn HSV óskar eftir umsóknum frá aðildarfélögum sínum um styrk úr þessum sjóði samkvæmt þeim markmiðum sem fyrirtækið setur fram.

 

Fyrir hönd starfsmanna sinna vill 3X Technology stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Forsvarsmenn fyrirtækisins trúa á gildi íþróttaiðkunar til forvarna, 3x veitir styrk að upphæð kr. 1.500.000 fyrir árið 2021 og er styrkurinn hugsaður til eflingar íþróttaiðkunar.

Megin markmiðið með styrknum er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er stunda íþrótt sína hjá aðildarfélögum HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV, bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né æfinga og keppnisferða.

 

Ekki er að þessu sinni stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar heldur geta forsvarsmenn aðildarfélaga sent inn beiðnir eða umsóknir er samræmast megin tilgangi verkefnisins. Stjórn HSV mun fara yfir umsóknir ákveða úthlutun. Vonast stjórn HSV til að fá fram fjölbreyttar hugmyndir að eflingu starfs hjá aðildarfélögum sambandsins.

 

Forsvarsmenn aðildarfélaga HSV er bent á að senda styrkumsóknir til framkvæmdastjóra HSV fyrir 30. september 2021 en styrkveitingar verða afgreiddar fljótlega eftir það.

Nánar

Bjarni Fritz ætlar að koma með eins dags námskeið fyrir iðkendur félaga innan HSV og verður það byggt á Vertu óstöðvandi námskeiðinu hans. En Vertu óstöðvandi er íþróttasálfræði námskeið fyrir ungt íþróttafólk sem vill styrkja sig andlega og læra um leið hvað það þarf að gera til að ná enn betri árangri í sinni íþrótt. Á námskeiðinu er lögð áhersla á kennslu í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu, hagnýt heimaverkefni, framkoma og fjörefli.

 

Um kvöldið mun Bjarni svo kom og hitta foreldra iðkenda HSV og halda fyrir þau foreldrafyrirlesturinn Efldu barnið þitt. Þar fer hann yfir hvað foreldra geta gert til að hafa jákvæð áhrif á börnin sín. Meðal þess sem farið verður yfir er: Hvernig við eflum börnin okkar með því að vera fyrirmyndir. Hvernig við styrkjum sjálfsmynd barnanna okkar og vinnum markvisst að því að gera hana jákvæða? Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að ná betri árangri, öðlast meira sjálfstraust og geta tekist á við mótlæti? Hvernig getur núvitund eflt börnin okkar og hvernig getum við kennt þeim að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir?

 

Bjarni Fritz sem hannaði og kennir námskeiðið er sálfræðimenntaður fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik, þjálfari U-20 ára landsliðsins og mfl. í handknattleik. Metsöluhöfundur Orra óstöðvandi bókanna og eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Sjá nánar bjarnifritz.com

 

Staðsetningið – Fundarsalur í MÍ (stofa 17)

fimmtudaginn 16. september

Dagskrá:

16:00-18:00 Ætlað iðkendur í 7. – 10. bekk

19:00-20:00 Þjálfarar

20:00-21:00 Foreldrar

Nánar

Komi ofbeldismál upp innan íþróttafélags verða stjórnendur að senda það af heimavelli í hendur sérfræðinga.  

 
Af gefnu tilefni vill UMFÍ benda á leiðir sem unnt er að nýta þegar upp koma vísbendingar um ofbeldisverk eða aðra óæskilega hegðun inna íþrótta- og æskulýðsstarfs af hvaða tagi sem það er. Mikilvægt er að öll ofbeldismál eða vitneskja um málin verði tekin af heimavelli þeirra og unnin af fagfólki. Hvert íþróttafélag eða deild innan íþróttafélaga á ekki að vinna í því í sínu horni. Það er öllum fyrir bestu.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vettvangurinn var formlega stofnaður árið 2012.

Hægt er að tilkynna um ofbeldi og óæskilega hegðun til Æskulýðsvettvangsins. Hann býður jafnframt aðildarfélögum og öllum þeim sem þess óska upp á ýmis konar fræðslu auk netnámskeiðsins Barnavernd, en því er ætlað að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land um einelti, ofbeldi og áreitni og hvaða formi sem ofbeldið birtist.

Nánar um námskeiðið Barnavernd

 

Samskiptaráðgjafinn

Samskiptaráðgjafi í íþrótta- og æskulýðsstarfi tók til starfa árið 2019.

Starf samskiptaráðgjafa nær til allrar skipulagðrar starfsemi eða starfsemi í tengslum við hana á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga.

 

Mikilvægar vefsíður og tenglar

Æskulíðsvettvangurinn

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

UMFÍ áréttar jafnframt að íþrótta- og æskulýðsfélögum er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota, auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Reglurnar ná jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða á vegum íþróttafélaga sem hafa umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.

 

Siðareglur HSV

Siðareglur HSV má finna hér, og er mikilvægt að okkar aðildarfélög séu meðvituð um þær.

Viðbragðsáætlun HSV má lesa hér 

Hlutverk siðareglna er að veita þeim sem koma að íþróttum almennar leiðbeiningar og vera þeim hvatning. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Þær eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna.

Nánar

Íþróttaskóli HSV auglýsir eftir þjálfurum fyrir komandi vetur, þá sérstaklega sundþjálfurum.

Áhugasamir hafið samband við Heiðar Birnir yfirþjálfara íþróttaskóla HSV í síma 856-0300 eða á ithrottaskoli@hsv.is

Nánar