Reglugerð Afrekssjóðs HSV

 

Afrekssjóður Héraðssambands Vestfirðinga

Reglugerð fyrir Afrekssjóðs Héraðssambands Vestfirðinga.

 

  1. gr.

Sjóðurinn heitir Afrekssjóður Héraðssambands Vestfirðinga. Varnarþing hans skal vera starfssvæði HSV.

 

  1. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan HSV sem náð hafa umtalsverðum árangri í íþrótt sinni.

 

  1. gr.

Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.

 

  1. gr.

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur  einstaklingum auk tveggja varamanna.

Í stjórn sjóðsins skal skipa á héraðsþingi ár hvert. Eigi má velja einstaklinga til stjórnarsetu í sjóðnum er gegna stjórnarsetu í aðildarfélagi innan HSV.

Varsla sjóðsins skal vera í höndum gjaldkera HSV.

Framkvæmdastjóri HSV er starfsmaður sjóðsins.

 

  1. gr.

Tekjur sjóðsins skulu vera: 

10% af óskiptum lottótekjum.

Styrkir og gjafir til sjóðsins.

Árlegt framlag Ísafjarðarbæjar.

Árlegt framlag fyrirtækja.

Vaxtatekjur.

 

  1. gr.

Framlög frá einstaklingum eða lögaðilum er sjóðnum berast og óskað er eftir að gangi til ákveðins íþróttamanns skulu ganga til viðkomandi aðila beint að uppfylltum skilyrðum sjóðsins.

 

 

  1. gr.

Stjórn sjóðsins getur gert samning ef íþróttamaður uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

  1. a) Viðkomandi keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða Norðurlandameistaramótum.
  2. b) Viðkomandi er valinn í landslið eða úrtakshópa fyrir landslið.

 

  1. gr.

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi. 

       8.1 gr.

Samningsferli

Sæki íþróttamaður um árssamning við afrekssjóð skal viðkomandi leggja fram yfirlit yfir árangur, skammtíma og langtíma markmið sem og heildstæða og rökstudda æfingaáætlun til eins árs. Framkvæmdastjóri HSV, fyrir hönd stjórnar sjóðsins, ásamt umsækjanda, ljúka samningsgerð. Sjóðsstjórn er heimilt að framlengja samning án formlegs umsóknarferlis að höfðu samráði stjórnar og íþróttamanns. Við vanefndir er stjórn heimilt að rifta samningi við íþróttamann einhliða.

        8.2 gr.

Samningsgerð

Gera skal samning við íþróttamanninn og/eða forráðamann eftir atvikum.

        8.3 gr.

Við gerð samnings verða eftirfarandi þættir lagðir til grundvallar:

  • Bakgrunnsupplýsingar samningsaðila
  • Markmið íþróttamanns
    • o Skammtíma markmið
    • o Langtímamarkmið
  • Æfingaáætlun
  • Yfirlit yfir fyrri stuðning afrekssjóðs
  • Greiðsluáætlun

 

  1. gr.

Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Íþróttamaður sem er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni fellur þar undir.

 

  1. gr.

Styrkurinn miðast við fjármagnsgetu sjóðsins hverju sinni og tilkostnað vegna þátttöku. Styrkveitingar úr sjóðnum fara fram einu sinni á ári og skal auglýst eftir umsóknum í október  ár hvert. Umsóknarfrestur skal vera minnst 20 dagar. Berist engar umsóknir, er falla undir skilgreiningu 7. og 9. gr., skal færa þá fjármuni er ætlaðir voru til úthlutunar, til næstu úthlutunar.

 

  1. gr.

Héraðsþing HSV getur lagt niður sjóðinn með 2/3 greiddra atkvæða. Sé sjóðurinn lagður niður skal fjármunum sem í honum eru úthlutað til aðildarfélaga HSV samkvæmt gildandi úthlutunarreglum almennra styrkja á vegum HSV.

 

 

 

Reglugerð samþykkt á ársþingi HSV 20. maí 2015, með breytingum á ársþingi 2017 og 2019.