11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina.  Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti.  Frábær árangur hjá strákunum.  Mikið er um að vera hjá KFÍ þessa dagana og hafa margir flokkar hjá þeim verið að keppa undanfarnar vikur.  KFÍ menn eru með flotta heimasíður og eru til fyrirmyndar í fréttaflutningi á síðunni. Þeir sem vilja fræðast um starfið hjá þeim og skoða úrslit hjá flokkunum og frekari fréttir af starfinu endilega kíkið á heimasíðu þeirra www.kfi.is