Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Af því tilefni hafa fyrirtækin gefið kr. 1.500.000 til HSV fyrir árið 2021 sem renna skal til aðildarfélaga sambandsins.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV, bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né æfinga og keppnisferða.

Eftirtalin félög og verkefni á þeirra vegum hlutu styrk að þessu sinni:

Vestri knattspyrnudeild – yngri flokkar: Sumarskóli, Dómaranámskeið og búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri körfuknattleiksdeild – yngri flokkar: Búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri hjólreiðar: Helgarnámskeið fyrir börn og unglinga.

 

HSV þakkar 3X fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtækið