Lið Harðar í 6. flokki varð deildarmeistari í 3. deild á síðustu helgi. Strákarnir spiluðu fjóra leiki og unnu þá alla. Þeir skoruðu 42 mörk og fengu 15 mörk á sig á sig. Það voru því átta glaðir drengir sem komu heim eftir vel heppnað mót. Þjálfari strákanna er Óskar Jón Guðmundsson

Strákarnir höfðu unnið sig upp úr 4. deild í nóvember og voru því að þreyta frumraun sína í 3. deild sem gerir árangurinn enn glæsilegri. Þeirra bíður svo erfitt verkefni um miðjan mars en þá keppa þeir í 2. deild 6. flokks liða.

Allir eru velkomnir á handboltaæfingar, æfingagjöld eru engin og æfingatöfluna má nálgast hér.