Frá vinstri Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ, Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Jens Kristmannsson, Margrét Bjarnadótti sem einnig var sæmd Heiðurskrossi og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ
Frá vinstri Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri ÍSÍ, Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Jens Kristmannsson, Margrét Bjarnadótti sem einnig var sæmd Heiðurskrossi og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ

Jens Kristmannsson íþróttafrömuður frá Ísafirði og fyrrum stjórnarmaður í ÍSÍ var á 70.íþróttaþingi ÍSÍ sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir mikið og framúrskarandi framlag til íþróttahreyfingarinnar.  Jens hefur unnið gríðalega mikið og gott starf fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ meðal annars fyrir Hörð og ÍBÍ. Jens sat einnig í stjórn ÍSÍ. Óskum við Jens innilega til hamingju með viðurkenninguna.

70. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Gullhömrum Grafarholti 8-9 apríl. Alls áttu 188 rétt til setu á þinginu,  94 frá sérsamböndum ÍSÍ og 94 frá héraðssamböndum og íþróttabandalögum.  Að auki eru fjórir fulltrúar úr röðum íþróttafólks.

Á síðasta þingi var lögum ÍSÍ breytt og við það fækkaði fulltrúum talsvert. HSV átti rétt á að senda einn fulltrúa og fór framkvæmdarstjóri HSV á þingið. 

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ var endurkjörinn með dynjandi lófaklappi.  Í framkvæmdastjórn ÍSÍ voru kjörin Friðrik Einarsson, Gunnar Bragason, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Helga. H. Magnúsdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir; Jón Gestur Viggósson, Lárus Blöndal, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson.  Í varastjórn voru kjörnir Garðar Svansson, Gunnlaugur Júlíusson og Gústaf A. Hjaltason.

Þingstörf gengu vel fyrir sig, þingnefndir störfuðu á föstudagskvöld við yfirferð tillagna en þingið afgreiddi alls yfir 20 tillögur sem birtar verða á heimasíðu ÍSÍ fljótlega.
Þingforsetar voru Daníel Jakobsson bæjarstjóri á Ísafirði og Steinn Halldórsson starfsmaður ÍBR.