Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms árið 2009

fer fram í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði,

sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

 • 1. Skýrsla stjórnar fyrir s.l. ár lesin upp.
 • 2. Reikningar félagsins fyrir árið 2008 lagðir fram.
 • 3. Knapaskjól ehf. og staða þess í dag.
 • 4. Kosinn formaður til eins árs.
 • 5. Kosinn gjaldkeri til tveggja ára.
 • 6. Kosinn meðstjórnandi til tveggja ára.
 • 7. Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs.
 • 8. Kosnir tveir skoðunarmenn.
 • 9. Kosnir fulltrúar á H.S.V. þing og á L.H. þing.
 • 10. Framtíð Æskulýðsnefndar og Hrossaræktarnefndar og kosning í þær.
 • 11. Kosning í mótsstjórn fyrir félagsmót Storms fyrir árið 2010.
 • 12. Vígsla nýrra félaga og þeir boðnir velkomnir.
 • 13. Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og tjá sig um málefni er varða Hestamannafélagið Storm, framtíð þess og starfsemi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Hestamannafélagsins Storms 2008-2009;

Nanna Björk Bárðardóttir, formaður,

Svala Björk Einarsdóttir, ritari,

Bjarni Jóhannsson, gjaldkeri,

Jóhann Bragason, meðstjórnandi,

Sigmundur Þorkelssson, meðstjórnandi,

Sonja Elín Thompson, varamaður,

Rögnvaldur Ingólfsson, varamaður.