Æfingar í Íþróttaskóla HSV hefjast fimmtudaginn 24.ágúst. Stundaskrá íþróttaskólans hefur verið birt hér á síðunni undir "Íþróttaskóli" og vonandi finna börnin í 1.-4.bekk eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum foreldra til að ská börn sín hér á heimasíðunni undir liðnum "Skráning iðkenda". Við í HSV hlökkum til samstarfsins í vetur og vonumst til að sjá sem flest börn á þessum aldri á æfngum hjá okkur eins og undanfarna vetur. Þið ættuð einnig að finna okkur á facebook þar sem ýmsar upplýsingar eru settar inn, Íþróttaskóli HSV.