Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna haustúthlutunar 2011. Að þessu sinni eru afreksíþróttakonur eða lið/hópar sem sett hafa stefnuna á stærstu mót komandi mánaða sérstaklega hvattar til að sækja um. Sem dæmi um mót má nefna Ólympíuleika, heims- og Evrópumeistaramót eða önnur stórmót. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 14. október.


Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í áttunda sinn úr sjóðnum.

Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn og nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ÍSÍ, sjá hér.