Hilmir og Hugi ásamt Guðnýju Stefaníu formanni stjórnar Afrekssjóðs HSV. Ljósmynd Anna Ingimarsdóttir
Hilmir og Hugi ásamt Guðnýju Stefaníu formanni stjórnar Afrekssjóðs HSV. Ljósmynd Anna Ingimarsdóttir

 

Fyrir körfuboltaleik Vestra og Fjölnis í gær skrifaði Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður stjórnar afrekssjóðs HSV undir samninga við tvo unga og efnilega iðkendur körfuknattleiksdeildar Vestra. Samningarnir fela í sér að Afreksmannasjóður greiðir mánaðarlegan styrk til íþróttafólksins í eitt ár. Um var að ræða bræðuna Hilmar og Huga Hallgrímssyni.

Hilmir hefur náð langt í íþrótt sinni enda er leitun að einstaklingi sem leggur meira á sig, jafnt við æfingar sem keppni. Metnaði hans og dugnaði eru lítil takmörk sett. Hilmir var svo tilnefndur af félaginu sínu sem efnilegasti leikmaður Kkd Vestra við útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017. 

Hugi er sennilega einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins í sínum aldurshópi. Hann leggur mikinn metnað í íþrótt sína og er samviskusamur, jafnt innan vallar sem utan. Hugi var um áramótin síðustu útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018 eftir tilnefningu frá félaginu sínu.

Bræðurnir sem eru nýorðnir 17 ára urðu bikarmeistari í 9. flokki drengja með félögum sínum í Vestra 2017 og vorið 2018 vann liðið til silfurverðlauna í Íslandsmóti 10. flokks KKÍ. Það vor var liðinu einnig boðið á firnasterkt félagsmót í Södertalje í Svíþjóð, Scania Cup, en þangað er einungis sterkustu liðum á Norðurlöndum boðið.  Í vetur hefur þeir leikið með meistaraflokki Kkd. Vestra, auk þess að vera lykilmenn í liði drengjaflokks Kkd. Vestra.

 

Á næstunni verður skrifað undir samninga við unga fimm aðra unga afreksmenn.