Dagur Benediktsson
Dagur Benediktsson
1 af 2

Albert Jónsson og Dagur Benediktsson göngumenn í Skíðafélagi Ísfirðinga hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu á gönguskíðum 2019. Mótið fer fram í Seefeld í Austurríki, dagana 19. febrúar - 3. mars 2019. Albert og Dagur keppa báðir í sprettgöngu og undankeppni í lengri vegalengdum. Til að komast áfram úr undankeppninni þarf keppandi að vera í einu af 10 efstu sætununum ásamt því að skora undir 180 FIS stig (konur) og 140 FIS stig (karlar).

Frekari upplýsingar á sjá á heimasíðu mótsins og á heimasíðu Skíðasambands Íslands.