Nú er allt komið á fullt og alltaf að bætast fleiri og fleiri krakkar í skólann.  Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að skrá börnin sem allra fyrst.  Skráning fer fram rafrænt og er hægt að nálgast skráningarformið hér á heimasíðunni.  Hér til vinstri er tengill "skráning" og er það hægt að fara í kerfið.  Þeir sem ekki hafa farið í kerfið áður þurfa að fara í nýskráningu áður en hægt er að skrá börnin.  Þegar komið er inn í kerfi þarf oft að fara í "nýr iðkandi" og þá eiga að koma upp allir iðkendur fjölskyldunnar undir 18 ára aldri.  Ef einhver vandamál koma upp við skráningu ekki hika að hafa samband við skrifstofu HSV í netfang hsv@hsv.is eða í síma 450-8450.