Bjarni Fritz ætlar að koma með eins dags námskeið fyrir iðkendur félaga innan HSV og verður það byggt á Vertu óstöðvandi námskeiðinu hans. En Vertu óstöðvandi er íþróttasálfræði námskeið fyrir ungt íþróttafólk sem vill styrkja sig andlega og læra um leið hvað það þarf að gera til að ná enn betri árangri í sinni íþrótt. Á námskeiðinu er lögð áhersla á kennslu í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu, hagnýt heimaverkefni, framkoma og fjörefli.

 

Um kvöldið mun Bjarni svo kom og hitta foreldra iðkenda HSV og halda fyrir þau foreldrafyrirlesturinn Efldu barnið þitt. Þar fer hann yfir hvað foreldra geta gert til að hafa jákvæð áhrif á börnin sín. Meðal þess sem farið verður yfir er: Hvernig við eflum börnin okkar með því að vera fyrirmyndir. Hvernig við styrkjum sjálfsmynd barnanna okkar og vinnum markvisst að því að gera hana jákvæða? Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að ná betri árangri, öðlast meira sjálfstraust og geta tekist á við mótlæti? Hvernig getur núvitund eflt börnin okkar og hvernig getum við kennt þeim að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir?

 

Bjarni Fritz sem hannaði og kennir námskeiðið er sálfræðimenntaður fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik, þjálfari U-20 ára landsliðsins og mfl. í handknattleik. Metsöluhöfundur Orra óstöðvandi bókanna og eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Sjá nánar bjarnifritz.com

 

Staðsetningið – Fundarsalur í MÍ (stofa 17)

fimmtudaginn 16. september

Dagskrá:

16:00-18:00 Ætlað iðkendur í 7. – 10. bekk

19:00-20:00 Þjálfarar

20:00-21:00 Foreldrar