Tveir blakleikir verða á laugardaginn í íþróttahúsinu á Torfnesi. 

Fyrri leikurinn er kl. 13.00 er Vestri meistaraflokkur kk tekur á móti Völsungi. Síðari leikurinn er kl. 15.00 en þá tekur kvennalið Vestra á móti Þrótti Reykjavík b.

Að leikjunum loknum eða kl. 17 verður dansstund þar sem bæjarbúum er boðið að mæta og dansa saman í íþróttahúsinu undir stjórn Evu Friðjþófsdóttur danskennara.