Guðmundur Kristnn Jónasson og Þorsteinn Goði Einarsson í Abu Dhabi
Guðmundur Kristnn Jónasson og Þorsteinn Goði Einarsson í Abu Dhabi

Á heimsleikum Special Olympics sem nú fara fram í Abu Dhabi eru tveir keppendur frá Ívari, það eru Bolvíkingarnir Þorsteinn Goði Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson. Þeir keppa í tvíliðaleik í badminton, þjálfi þeirra er Jónas L. Sigursteinsson. Keppni er hafin og hafa drengirnir mátt þola töp en einnig unnið sigra. Öll ferðin er mikil upplifun og má fylgjast með ævintýri þeirra á instagram síðu þeirra: itr_ivar_abu_dhabi

Íslenski hópurinn á heimsleikunum hefur nú dvalið ytra í nær tvær vikur við undirbúning og keppni. Íþróttasamband fatlaðra er með fréttir af hópnum inn á sínum síðum: Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland) sem og á Facebook-síðu sambandsins.