18. júní síðastliðinn var ársþing HSV haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Þingforseti var Jens Kristmannsson sem stýrði þinginu með mikilli prýði.  Alls mættu 25 fulltrúar af 51 boðuðum.  Allar 6 tillögurnar sem lágu fyrir þinginu voru samþykktar, þar með talin fjárhagsáætlun HSV. Ásgerður Þorleifsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Baldur Ingi Jónasson og Margrét Björk Arnardóttir voru kosin í stjórn til tveggja ára.  Karl Kristján Ásgeirsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn HSV en hann hefur sið sem gjaldkeri síðan 2016.  HSV þakkar Karli innilega fyrir hans framlag til sambandsins í gegnum árin. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  

Stjórn er þannig skipuð: Ásgerður Þorleifsdóttir formaður, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Heimir Hansson, Margrét Arnardóttir og Baldur Ingi Jónasson.
Varastjórn: Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, Dagný Finnbjörnsdóttir og Helga Björt Möller.

 

Þinggerð má finna á heimasíðu HSV undir ársþing.