HSV í samstarfi við Ísafjarðarbæ eru með dagskrá í Hreyfiviku UMFÍ í ár líkt og síðustu ár. Dagskráin er fjölbreytt að venju og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að fara út að hlaupa, taka morgungöngu upp í Hvilft, fari fjallahjólatúr, prófa útijóga, fljóta í Musterinu og prófa kajak. HSV hvetur bæjarbúa til að prófa viðburði þessa vikuna.

Öll dagskráin:

Sunnudagur 27. maí

Kl. 10.00          FunRun á vegum Ægis, nemendafélags Háskólaseturs Vestfjarða.

Komið og hlaupið, skokkið, gangið eða sleppið þessum 5,8 km klædd sem uppáhalds sjávardýrið ykkar! Þátttaka er ókeypis en þátttakendur eru hvattir til að styrkja Björgunarfélag Ísafjarðar (SAR) og skráningar er krafist við komu. Skráning er möguleg frá [8:00 am-9:55am] við rásmarkið (fyrir framan bókasafnið). https://www.facebook.com/events/792875787584036/

 

Mánudagur 28. maí

Kl. 06.00          Gönguferð upp í Naustahvilft á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Lagt af stað kl. 6 frá bílaplani neðan Hvilftar.

Kl. 18.15          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

 

Þriðjudagur 29. maí

Kl. 17.00          Létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, mæting við Íþróttahúsið Torfnesi.

Hjólað verður upp Skíðaveginn upp að Skíðheimum og svo fjallabaksleiðina til baka með ýmsum krókum og klækjum. Gullrillur sjá um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Hvetjum alla til að mæta. Ferðin ætti að henta öllum, bæði byrjendum í fjallahjólreiðum sem lengra komnum. Fjallahjól með framdempun henta vel í ferðina og svo allir með hjálm á hausnum svo toppstykkið verði í lagi. Þetta gæti verið byrjunin að frábæru fjallahjólasumri

 

Miðvikudagur 30. maí

Kl. 18-19:00    Útijóga í Blómagarðinum á Austurvelli. Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi.

 

 

Fimmtudagur 2. Júní

Kl. 18.15          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

 

Laugardagur 2. júní

Kl. 9.30            Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl. 10.00          Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.
„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“

 

Sunnudagur 3. júní

Kl. 11.00          Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

 

 

Að auki er frítt í sund í sundlaugum Ísafjarðarbæjar alla daga Hreyfivikunnar.