Albert Jónsson og Dagur Benediktsson
Albert Jónsson og Dagur Benediktsson

Ísfirðingarnir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson hófu keppni á Heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Seefeld í dag. Þeir kepptu í undankeppni fyrir lengri göngurnar og voru gengnir 10 km með hefðbundinni aðferð.

Strákunum okkar gekk mjög vel og komust þeir báðir áfram úr undankeppninni og munu því keppa í lengri göngum mótsins ásamt sprettgöngu sem fer fram á morgun. Til að komast áfram úr undankepninni þurfti ná fyrstu 10 sætunum og urðu úrslit þau að Albert varð í þriðja sæti og Dagur í sjötta. Á morgun keppa strákarnir í sprettgöngu ásamt þeim Kristrúnu Guðnadóttur, Isak Stianson Pedersen og Ragnari Gamalíel Sigurgeirssyni.

Meðfylgjandi mynd tók Heimir Gestur Hansson fréttaritari HSV á HM.