1 af 2
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2009 var kjörinn í gær sunnudaginn 24.janúar.  Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttarfélögum.  Emil Pálsson knattspyrnumaður úr Boltafélagi Ísafjarðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2009.   Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á tveimur stórmótum í haust, Norðurlandamóti og Evrópumóti þar sem hann var byrjunarliðsmaður í U-17 liði Íslands og skoraði tvö mörk í erfiðum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-17 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri.  Emil er vel af þessum titli kominn og óskar HSV honum innilega til hamingju með árangurinn.

Í kjöri til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru eftirfarandi íþróttafólk.  Við hjá HSV erum gríðalega stolt af þessu frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári og hlökkum til að fylgjast með því í framtíðinni. 

Anna María Stefánsdóttir          Sundfélagið Vestri

Anton Helgi Guðjónsson           Golfklúbbur Ísafjarðar

Baldur Geir Gunnarsson            Knattspyrnufélagið Hörður, handknattleiksdeild

Bylgja Dröfn Magnúsdóttir         Hestamannafélagið Hending

Emil Pálsson                             Boltafélag Ísafjarðar

Guðmundur Valdimarsson          Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Pance Iliewski                          Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar

Ragney Líf Stefánsdóttir            Íþróttafélagið Ívar

Silja Rán Guðmundsdóttir          Skíðafélag Ísfirðinga