Ákveðið hefur verið að framlengja skráningar í ákveðnar greinar til fimmtudagsins 9. júní kl. 12:00. 

Opið er fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Badminton
* Bogfimi
* Bridds
* Frjálsar
* Golf
* Kajak
* Körfubolti
* Línubeitning
* Netabæting
* Pönnukökubakstur
* Ringó
* Skák
* Skotfimi
* Stígvélakast
* Strandblak
* Víðavangshlaup
* Þríþraut

Opið er fyrir skráningu á skemmtikvöldið í Edinborgarhúsinu sem verður laugardaginn 11. júní. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30. 5500 kr. á mann. Fiskihlaðborð með veglegu meðlæti sem vel getur gengið sem grænmetisréttir. Skemmtiatriði. Hljómsveitin BG flokkurinn leikur fyrir dansi til kl. 01:00. Vinsamlega skráið þátttöku á skemmtikvöldið.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í eftirtöldum greinum:
* Boccia
* Pútt
* Línudans
* Sund

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Birnu Jónasdóttur, jobirna@gmail.com eða í síma 869 4209 eða sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, hsv@hsv.is eða í síma 863 8886