Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 millj. króna.  Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010.  Umsóknarsvæðið verður opið út mánudaginn 10.janúar 2011. Ekki verður tekið við umsóknum eftir það. 

Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið í gegnum tengil á forsíðu heimasíðu ÍSÍ eða með því að smella hér.  Við stofnun umsóknar fær viðkomandi senda vefslóð sem er rafrænn lykill að umsókninni. Með því að smella á vefslóðina er hægt að koma aftur að umsókninni allt þar til hún er fullkláruð. Umsóknin er síðan send til ÍSÍ í gegnum umsóknarsvæðið innan tilskilins umsóknarfrests.