Heilsueflingu í  Ísafjarðarbæ og HSV vilja minna á að Fjallapassaleikurinn er ennþá í fullum gangi.

Á sunnudaginn 29. ágúst mun Ferðafélag Ísafjarðar fara í göngu í samstarfi við Fjallapassan. Fyrirhugað er að ganga frá gönguhúsinu á Seljalandsdal   kl. 13:00. Þaðan er farið upp með Buná, fram að vötnum, upp á Miðfellsháls og þaðan upp á Kistufell. Þaðan verður farið sem leið liggur í Syðridal og Hnífsdal, yfir Þjófaskörð og niður Seljalandsdal og þaðan aftur að gönguhúsi.

Heilsuefling í Ísafjarðarbæ vilja benda á að í þessari ferð er hægt að stimpla í  Fjallapassann við  Þjófaskörð og verður hægt að nálgast passa hjá leiðsögumanni.

Leikurinn er í fullum gangi og stendur til 10. september 2010. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt í þessum skemmtilega leik og fá í leiðinni holla og góða hreyfingu. Hægt er að nálgast passana í Hamraborg, Upplýsingamiðstöð ferðamála og hjá N1 á Ísafirði. Einnig er hægt að skila pössunum í Hamraborg og fá ís að launum þegar þeim er skilað eða skila þeim í Upplýsingamiðstöð ferðamála.