Það er mikið fjör í íþróttaskóla HSV nú sem ávalt. Hressir krakkar eru byrjaðir á skíðaæfingum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Ef veðrið er slæmt og ekki hægt að vera á skíðasvæðinu eru æfingar færðar niður í bæ. Um daginn var keppt í snjókarlagerð og var afrakaksturinn mjög fjölbreyttur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.