Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik

Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta hafa valið sína loka 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18. Í vor verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir verkefni sumarsins 2019.

Framundan hjá þessum landsliðum eru norðurlandamót í júní og júlí í Finnlandi og síðar í sumar Evrópubikarkeppni FIBA sem fer fram í Búlgaríu, Rúmeníu og Svartfjallalandi.