Heimsmethafinn og sigurvegarinn
Heimsmethafinn og sigurvegarinn
1 af 2

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Íþróttafélaginu Ívari hefur nýlokið keppni á opna evrópumeistaramótinu í sundi fyrir fólk með Downs syndrome. Mótið var haldið í Loano á Ítalíu. Árangur Kristínar á þessu móti var stórglæsilegur en hún keppti í 7 greinum. Hún fékk 5 gull, 1 silfur og 1 brons.  Við að ná þessum  árangri setti Kristín 2 heimsmet og 10 evrópumet. Kristín æfir sund hjá íþróttafélaginu Ívari og þjálfari hennar er Svala Sif Sigurgeirsdóttir.

HSV óskar Kristínu og fjölskyldu til hamingju með árangurinn.