Mánudaginn 6. febrúar fer af stað frístundastrætó sem keyrir frá Ísafirði til Bolungarvíkur með stoppi í Hnífsdal og sömu leið til baka. Foreldrar og íþróttahreyfingin hafa lengi kallað eftir þessari þjónustu. Þetta er tilraunaverkefni fram á vor og verður nýting vonandi góð og leiðir af sér aukna þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi og samstarf íþróttafélaga þessara tveggja sveitarfélaga. Vagninn mun ganga frá 14-18:30 mánudaga-fimmtudaga og 13-17:30 á föstudögum. 


Vagninn gengur:
Pollgata á Ísafirði - Íþróttahúsið Torfnesi - Hnífsdalur - Íþróttahúsið í
Bolungarvík - Hnífsdalur - Íþróttahúsið Torfnesi - Pollgata.

Mánudaga - Fimmtudaga

Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 14:00                   kl. 14:30
kl. 15:00                   kl. 15:30
kl. 16:00                   kl. 16:30
kl. 17:00                   kl. 17:30
kl. 18:00                   kl. 18:30

Föstudaga

Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 13:00                   kl. 13:30
kl. 14:00                   kl. 14:30
kl. 15:00                   kl. 15:30
kl. 16:00                   kl. 16:30
kl. 17:00                   kl. 17:30