Miðvikudaginn 23. maí kl. 17 heldur HSV fund með frambjóðendum af listunum þremur sem bjóða fram í Ísafjarðarbæ. Frambjóðendum gefst kostur á að fara yfir áherslumál framboðanna er varðar íþróttastarf í sveitarfélaginu og uppbygging mannvirkja. Hvert framboð verður með stutta framsögu í byrjun fundar og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Fundi líkur ekki seinna en kl. 18.30

 Fundurinn verður haldinn í Vestrahúsi, Þróunarsetursmegin (á teppagangi).

 Vonumst við til að forsvarsmenn íþróttafélaga og aðrir áhugamenn um íþróttastarf fjölmenni