Sunnudaginn 12 október kl 13:30 ætlar íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna bocciamót í íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem áhuga hafa að senda lið og taka þátt.

Einu skilyrðin fyrir þátttöku er að það verður að vera lið með tveimur einstaklingum. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjöldskyldumeðlimir.

Veitt eru verðlaun fyrir efsta liðið og eru svo ýmis aukaverðlaun svo sem besta liðsheildin, besta hittni, bestu búningar, besta stuðningslið o.fl.

Þátttökugjald er 6000-kr. á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið.

Tekið er við skráningum í síma 863-1618 og 865-4756 eða á netföngin gek@snerpa.is.is og gg@visir.is. tekið er við skráningum til kl 13:00 fimmtudaginn 9.október.

Þátttökugjald er notað sem styrkur til að senda íþróttafólk Ívars á Íslandsmót í boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast boccia betur fyrir mótið eða æfa liðið eru velkomnir að koma á bocciaæfingar í næstu viku í íþróttahúsinu Torfnesi á miðvikudaginn og föstudaginn kl 17:00

Allir eru hvattir til að vera með, skemmta sér og styrkja frábært málefni í leiðinni.