Lið Grunnskóla Ísafjarðar varð í þriðja sæti í úrslitum Skólahreysti sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær. Tólf skólar kepptu til úrslita en alls tóku 120 skólar þátt í keppninni þetta árið.  Sýnt var beint frá úrslitunum í Ríkissjónvarpinu. Ísfirðingarnir, þau Martha Þorsteinsdóttir, Rannveig Hjaltadóttir, Hálfdán Jónsson og Patrekur Þór Agnarsson, stóðu sig frábærlega vel.  Gaman er að geta þess að íþrótta bakrunnur krakkana er fjölbreyttur en þau koma úr knattspyrnu, körfuknattleik, skíðum og sundi og geta því nokkur íþróttafélög í bænum þóst eiga eitthvað í þeim.  Í fyrsta sæti varð Holtaskóli og Lindaskóli í öðru sæti. Aðeins munaði einu stigi milli efstu liðanna.