Um síðastliðna helgi fóru starfsmenn HSV, Dagný og Heiðar Birnir ásamt u.þ.b. 40 manna hópi á vegum UMFÍ og aðildarfélugum til Noregs þar sem íþróttahéraðið Viken var heimsótt.
Viken er fjölmennasta íþróttahéraðið í Noregi. Innan Viken búa um 1,2 milljónir íbúa og myndar það kraga utan um Oslóborg.
 
Íslenski hópurinn fékk kynningu á héraðssambandinu sjálfu og starfsemi þess, einkum hvað varðar börn. Meðal annars var farið yfir áhrif norskra laga um réttindi barna í íþróttum og hvernig þeim er framfylgt.
Einnig fengum við fræðslu um hvernig íþróttahéraðið nálgast jaðarhópa í íþróttastarfi, það var mjög fræðandi og munum við geta nýtt okkur margt af því sem kom fram í okkar starfi.
 
Ferðin heppnaðist mjög vel í alla staði.
Svona ferð styrkir ekki síður tengslanet innan íþróttahreyfingarinnar.