Föstudaginn 29. janúar var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarða. 

Markmið samningins er meðal annars að auka gæði íþróttastarfs í sveitarfélaginu og fjölga þátttakendum og að HSV, í samstarfi við Ísafjarðarbæ, vinni að heilsueflingu innan sveitarfélagsins. Þá er samningnum ætlað að efla samstarf innan íþróttahreyfingarinnar og á milli bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og HSV, auk þess að tryggja öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Ísafjarðarbæ.

Samningurinn var samþykktur á fundi bæjarstjórnar ásamt viðaukum þann 5. október 2020