Á myndinni eru frá vinstri: Katla Vigdís Vernharðsdóttir sem veitti móttöku starfsmerkis fyrir hönd móður sinnar Svövu Ránar Valgeirsdóttur, Grétar Eiríksson, Hanna Mjöll Ólafsdóttir, Stefanía Ásmundsdóttir, Torfi Einarsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV
Á myndinni eru frá vinstri: Katla Vigdís Vernharðsdóttir sem veitti móttöku starfsmerkis fyrir hönd móður sinnar Svövu Ránar Valgeirsdóttur, Grétar Eiríksson, Hanna Mjöll Ólafsdóttir, Stefanía Ásmundsdóttir, Torfi Einarsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV
1 af 2

Á ársþingi HSV sem haldið var 23. maí síðastliðinn afhenti Guðný Stefanía STefánsdóttir fimm einstaklingum starfsmerki HSV. Veitt voru fjögur silfurmerki og eitt gullmerki. Einnig afhenti Hrönn Jónsdóttir ritari UMFÍ einum einstaklingi starfsmerki UMFÍ.

Þeir sem hlutu silfurmerki HSV voru:

Grétar Eiríksson Herði

Grétar kom til starfa sem handboltaþjálfari hjá Herði haustið 2014 og er því að ljúka sínum þriðja vetri hér á Ísafirði. Allt frá fyrstu stund Sýndi hann að hann er sérlega hæfur þjálfari, félagi og fyrirmynd. Hann nær mjög vel til allra sinna iðkenda og hvar sem hann hefur komið við er farið um hann lofsamlegum orðum. Grétar hefur ávalt verið tilbúin til að aðstoða við íþróttaskóla HSV og sá að miklu leiti um kennslu þar í afleysingum veturinn 2015-2016. Það er eftirsjá af Grétari sem nú heldur til annara starfa en við vonum að með tíð og tíma átti hann sig á að á Ísafirði á hann heima.

Hanna Mjöll Ólafsdóttir Vestra

Hanna hefur um árabil starfað í grasrót íþróttahreyfingarinnar. Hún hefur verið tengiliður í fótboltanum upp flesta flokka, bæði stúlkna og drengja. Hún hefur einnig um langa hríð starfað af krafti fyrir Skíðafélag Ísfirðinga. Ófáar keppnisferðir hefur hún skipulagt og staðið vaktina við fjáraflanir af flestum toga. Það er ómetanlegt að hafa liðsmann eins og Hönnu sem gengur í verk og framkvæmir og ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur oft og margsinnis.

 Stefanía Ásmundsdóttir Vestra/HSV

Stefanía er borin og barnfæddur Grindvíkingur og stundaði körfubolta að kappi með sínu félagi öll sín uppvaxtarár. Stefanía kom til liðs við KFÍ haustið 2000 og var lykilmaður í liðinu. Eftir að ferli hennar lauk hefur hún varið öflug sem þjálfari og einnig hefur hún unnið mikið fyrir félagið sem foreldri. Stefanía var formaður undirbúningsnefndar fyrir Landsmót 50+ sem fram fór á Ísafirði síðastliðið sumar. Þar vann hún mikið og öflugt starf sem skilaði okkur góðu og vel skipulögðu móti. Einnig situr Stefanía í stjórn Afrekssjóðs HSV. Stefanía hefur sýnt það í verki að hún hefur verið íþróttahreyfingunni hér á norðanverðum Vestfjörðum mikill styrkur.

 Svava Rán Valgeirsdóttir Stefni

Svava er formaður Stefnis og stýrir þar starfi sem er skemmtileg blanda af gamla ungmennafélagsandanum og nútíma afreksstarfi. Svava hefur lagt mikla áherslu á fjölbreytt starf fyrir bæði börn og fullorðna á Suðureyri þar sem lögð er áhersla á samveru og gleði. Hún hefur einnig sinnt ýmsum samfélagsmálum á Suðureyri í gegn um sitt íþróttastarf. Svava hefur verið í mjög góðu samstarfi við íþróttaskóla HSV.

 

Torfa Einarssyni var veitt gullmerki HSV:

Erfitt er að skipa Torfa í lið eða félag. Hann hefur komið víða við bæði sem iðkandi, keppandi, þjálfari, stjórnarmaður og foreldri. Sjálfur stundaði hann júdó á yngri árum og hélt úti æfingum í júdó um tíma. Torfi hefur einnig verið ötull félagsmaður hjá Sæfara og á að baki margar vinnustundir þar við uppbyggingu aðstöðu og ekki síður í kringum barna- og unglingastarf. Torfi hefur um hríð verið í aðalstjórn Harðar og sem formaður frá árinu 2014. Hann lét af formennsku í vetur en mun áfram þjálfa glímuiðkendur félagsins líkt og verið hefur undanfarin ár. Torfi er hversmanns hugljúfi og lipur í samstarfi. HSV vill hér með þakka Torfa hans framlag til íþróttastarfs á svæðinu og hlakkar til að njóta starfskrafta hans áfram um ókomna tíð.

Starfsmerki UMFÍ hlaut Guðni Guðnason:

Guðni Ólafur Guðnason er uppalinn KR-ingur og spilaði lengi körfuknattleik fyrir félagið sem á hans tíma vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitla. Guðni hefur einnig leikið fyrir íslenska landsliðið í körfuknattleik. Hann flutti til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni árið 1996 og varð strax öflugur liðsmaður KFÍ. Þar hefur hann sinnt fjölmörgum hlutverkum, var leikmaður fyrstu ár sín hér vestra, sinnti þjálfun bæði barna og meistaraflokks auk þess að sitja í stjórn KFÍ. Guðni hefur einnig setið í stjórn HSV og var um tíma varaformaður sambansins. Guðni var einn þeirra sem stóð að vinnunni bak við stofnun Vestra og er nú gjaldkeri aðalstjórnar Vestra. Á þessari upptalningu sést að vinnuframlag Guðna til íþróttastarfs er mikið og fjölbreytt.

Allir hafa þessir einstaklingar lagt mikið af störfum fyrir íþróttahreyfinguna og starfið hjá aðildarfélögum HSV. Stjórn og starfsfólk þakkar samstarfið og hlakkar til að vinna áfram með þessu góða fólki að vexti og viðgangi íþrótta á svæðinu.