1 af 3

Í dag var skrifað undir samkomulag um að Ísafjarðarbær verði heilsueflandi samfélag. Undirritunin fór fram út í Krók og var nýji göngustígurinn frá Króknum niður í Norðurtanga formlega vígður á sama tíma. Það voru félagar úr íþróttafélaginu Kubba ásamt börnum af Tanga sem klipptu á borða og gengu saman eftir stígnum.