Helgin var viðburðarík hjá ísfirsku íþróttafólki.  Meistaraflokkur KFÍ tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn í hörku leik sem fór í framlenginu og endaði 84-86. Á laugardaginn spilaði svo unglingaflokkur við firnasterkt lið Keflavíkur og endaði leikurinn með sigri Keflavíkur 72-101. Þessa má geta að í liði Keflavíkur voru tveir landsliðsmenn og annar þeirra Ísfirðingurinn Sigurður Þorsteinsson.

Sundfélagði Vestri fór til Reykjavíkur um helgina og keppti á Gullmóti  KR.  Þetta er stórt mót og voru um 600 keppendur.  Vestrakrakkarnir stóðu sig örugglega vel og voru félagi sínu til mikils sóma eins og þeim er von og vísa.

Strákarnir í 3.flokki Harðar í handbolta fengu Þróttara í heimsókn og náðu Harðarmenn ekki að sýna sitt rétta andlit og biðu lægri hlut 22-33. Þeir eru í stöðugri framför og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Skíðafélagið hélt félagsmót í stórsvigi við góðar aðstæður. Keppt var í flokkum 9-10 ára, 11-12, 13-14 ára og 15 ára og eldri.  Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .

Hjá BÍ hélt Luka Kostic fyrirlestur og voru margir áhugasamir knattspyrnumenn framtíðarinnar mættir og höfðu gagn og gaman af.

Félög er hvött til þess að senda framkvæmdarstjóra HSV upplýsingar um viðburði til þess að setja inn á viðburðadagatal heimasíðu HSV.