Ísafjarðarbær og HSV standa fyrir hreyfiviku 29/9-5/10

Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október 2014. Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af  “The NowWeMove 2 012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA)  sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 og að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA)

Sjá dagskrá Hreyfiviku í Ísafjarðarbæ hér!