Frá sjósundi í Hreyfiviku fyrri ára.
Frá sjósundi í Hreyfiviku fyrri ára.

Fyrsti viðburður Hreyfiviku HSV og Ísafjarðarbæjar er sjósund. Farið verður í sjóinn við aðstöðu Sæfara niður í Neðsta. Tilvalið að prófa þessa vinsælu sundgrein með vönum hópi. 

Sjósund nýtur vaxandi vínsælda og er ágætisaðstaða niður í Neðsta.

Sjósund er spennandi og ögrandi íþrótt með mikilli áskorun. Margir þeir sem prufa og stunda sjósund eru að sækja í áskorun sem þessa. Nú gefst tækifæri til að láta vaða...

Jóna Lind Kristjánsdóttir sjósundkona leiðir hópinn.