Tveir viðburðir eru á dagskrá Hreyfiviku á helginni; samflot í sundlaug Bolungavíkur og kajakróður á pollinum. Því miður þurfti að fresta Gönguferð Ferðafélags Ísfirðinga sem átti að vera á laugardaginn kl. 10. Og dettur hún því út úr Hreyfivikudagskrá. Ferðin verðu hinsvegar farin eftir viku, laugardaginn 8. júní kl. 10.

Laugardagur 1. júní

Kl. 10.00          Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.

„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“

Sunnudagur 2. júní

Kl. 11.00          Kajakróður með Sæfara á Pollinum.

Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr. Lagt upp frá aðstoðu Sæfara nður í Neðstakaupstað.