Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
1 af 3

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksmaður hjá Vestra hefur verið útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018.

Hugi er ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður sem er í fremstu röð í sínum aldurshópi á landsvísu. Hann spilar hvorttveggja með drengjaflokki og meistaraflokki karla auk þess að hafa verið fastamaður í yngri landsliðum á vegum KKÍ. Þrátt fyrir ungan aldur er Hugi lykilleikmaður í meistaraflokki karla sem háir baráttu meðal efstu liða í 1. deild. Hann æfir vel og samviskusamlega, með félagsliði sínu félagsliði auk þess sem hann stundar nám á afreksbraut MÍ. Með metnaði sínum og dugnaði er hann öðrum fyrirmynd.

Aðrir sem tilnefndir voru til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra