Þann 22. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og efnilegasti íþróttamaður 2016 var útnefndur. Við sama tækifæri veitti Ísafjarðarbær einnig hvatningarverðlaun til Körfuboltabúða Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra stendur fyrir metnaðarfullum körfuboltabúðum á Ísafirði í byrjun júní ár hvert. Þjálfararnir eru í fremstu röð, jafnt innlendir sem erlendir, og iðkendur koma víðsvegar að af landinu. Óhætt er að fullyrða að þetta sé glæsilegustu körfuboltabúðir sem haldnar eru hér á landi og hafa vaxið og dafnað með hverju árinu. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 10- 16 ára. 

Það voru Birna Lárusdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Ingólfur Þorleifsson sem tóku á mótu hvatningarverðlaununum.