Þriðjudaginn 30. október fer fram endurskoðun á gildandi stefnu Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál. Fundurinn verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði hefst kl. 17:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 19:00.

 Gert er ráð fyrir hópavinnu með hópstjórum sem stýra munu vinnu hópanna.

Fundurinn er öllum opinn en sérstaklega eru boðaðir einstaklingar, stofnanir og félagasamtök sem eiga hagsmuna að gæta eða búa yfir þekkingu á íþrótta- og tómstundamálum. Mikilvægt er að ná til sem flestra íbúa í þessari vinnu svo stefnan endurspegli þær skoðanir sem eru í sveitarfélaginu.

 HSV hvetur forsvarsmenn aðildarfélaga sinna og aðra áhugamenn um íþróttastarf í bænum að mæta á fundinn.